Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í 31.sinn laugardaginn 23.ágúst 2014, sama dag og Menningarnótt er haldin hátíðleg í Reykjavík. Hlaupið hefst og endar í Lækjargötu fyrir fram Menntaskólann í Reykjavík.
Hægt er að velja á milli sex vegalengd í hlaupinu og því ættu allir aldurshópar og getustig að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Veglengdir í boði eru maraþon, hálfmaraþon, 10 km hlaup, boðhlaup (2-4 skipta á milli sín maraþoni), 3 km skemmtiskokk og Latabæjarhlaup.
Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram á marathon.is en einnig er hægt að skrá sig á skráningarhátíð hlaupsins í Laugardalshöll. Athugið þó að þátttökugjald hækkar eftir því sem nær dregur hlaupi og því borgar sig að skrá sig tímanlega. Rafræn skráning á marathon.is er opin til kl.13 fimmtudaginn 21.ágúst.
Á síðasta ári tóku rúmlega 14 þúsund manns þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, þar af rúmlega 2.000 erlendir þátttakendur. Stór hluti þátttakenda hleypur til góðs og safnar áheitum til styrktar góðum málefnum á vefnum hlaupastyrkur.is. Á síðasta ári söfnuðust rúmlega 72 milljónir til 148 góðgerðafélaga.
Skráning