Vefurinn sem þú ert að skoða er í vinnslu!
Okkar stefna er að beina kastljósinu að hátíðum, viðburðum og menningu. Í því felst að veita íslendingum sem og útlendingum bestu mögulegu upplýsingar hverju sinni um alla þá menningarviðburði sem eiga sér stað um land allt, allan ársins hring. Okkar kynning á menningu er tvíþætt. Annarsvegar gefum við út Hátíðahandbókina og The Icelandic Festival Guide en það eru handbækur sem fólk getur nálgast frítt um land allt og erlendis. Í þessum handbókum er fjallað um valdar hátíðir hverju sinni. Hinsvegar rekum við heimasíðu og samfélagsmiðla þar sem allar helstu upplýsingar er að finna á íslensku og ensku. Heimasíðan er í raun gagnargrunnur yfir allar hátíðir á íslandi og sá eini sinnar tegundar. Ásamt gagnagrunninum er ýmis fróðleikur sem nýtist bæði áhugasömum um menningu en einnig skipuleggjendum viðburða.
Hópur menningar þenkjandi einstaklinga munu lita síðuna með frásögn og fróðleik um viðburði og menningu á íslandi. Hópurinn fer stækkandi en það er alltaf pláss fyrir fleiri frambærilegra menningarspekúklanta. Sendu okkur línu ef þú hefur áhuga á að vera með okkur.