Events

Events

Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Northen Wave

Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Northern Wave er haldin árlega í Grundarfirði á norðanverðu Snæfellsnesi.
Nafnið á hátíðinni og hugmyndafræði er byggð á frönsku nýbylgjunni eða Nouvelle Vague en hátíðin leggur áherslu á listræn gildi kvikmyndarinnar öðru fremur.

Mikilvægt markmið hátíðarinnar er að koma á fót tengslaneti meðal reyndra kvikmyndagerðarmanna og þeirra sem eru að feta sín fyrstu skref í greininni, erlendum sem innlendum. Auk þess býður hátíðin listamönnum úr öðrum geirum t.a.m. tónlistargeiranum að taka þátt með tónleikahaldi. Hátíðin er einnig mikilvægur viðbót við framboð menningarviðburða á landsbyggðinni.

Hátíðin leggur áherslu á að sýna fjölbreytileika stuttmyndaformsins með því að sýna allt frá heimildarmyndum til teiknimynda. Tónlistarfólk sem á myndband á hátíðinni er hvatt til að fylgja því eftir með tónleikahaldi.

Northern Wave hátíðin býður upp á fjölbreytt úrval viðburða yfir þessa vetrarhelgi í Grundarfirði. Bíósýningar, tónleikar, fyrirlestrar og síðast en ekki síst hin vinsæla fiskiréttakeppni Grundfirðinga.