Bæjarhátíðin Blómstrandi dagar
Blómstrandi dagar er fjölskyldu, menningar og heilsuhátíð án áfengis og eru foreldrar hvattir til þess að virða útivistartíma barna og unglinga.
Bæjarbúar taka virkan þátt í hátíðinni og framboð menningarviðburða hefur aukist ár frá ári jafnt og gestafjöldi. Áhersla er lögð á uppákomur frá fimmtudegi til sunnudags þótt hápunktur hátíðarinnar sé á laugardeginum en þá er Kjörísdagurinn sem er orðinn vinsæll en þá er boðið uppá ís í miklu magni og ýmis furðubrögð í boði. Áhugaverðar listsýningar og fjölbreyttir tónlistarviðburðir eru í bænum þessa daga ásamt heilsutengdum atriðum fyrir alla aldurshópa.