Events

Events

Barnahátíð í Reykjanesbæ

Velkomin á Barnahátíð í Reykjanesbæ dagana 7 . – 11. maí.

Skessan í hellinum býður ykkur hjartanlega velkomin á Barnahátíð í Reykjanesbæ sem haldin verður í 9. sinn, dagana 7. – 11. maí. Hátíðin hefst með opnun glæsilegrar Listahátíðar barna, miðvikudaginn 7. maí, og nær hápunkti helgina 10. og 11. maí með fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá tileinkaðri yngstu kynslóðinni og fjölskyldum hennar.

Meðal þess sem boðið verður upp á er Listahátíð barna, sirkussmiðja og sirkussýning, hæfileikahátíð grunnskólanna, leikfangamarkaður barnanna, bangsasmiðja þar sem þú hannar víkingaklæði á bangsann þinn, leiktæki, lifandi tónlist, hestar, grillaðar pylsur, skessulummur, búningaball, alvöru víkingar sem kenna bardagalistir, slökkviliðssýning,Víkingaheimar, karamelluregn og margt, margt fleira.

Laugardaginn 10.maí fer megin dagskráin fram á svæðinu við Víkingaheima og landnámsdýragarðinn en sunnudaginn 11. maí verður áherslan á svæðið við Duushúsin og Skessuhelli.

Allar upplýsingar um dagskrá er að finna á vefsíðunni barnahatid.is. Frítt er á alla viðburði barnahátíðar.

Reykjanesbær – fjölskylduvænn bær!