Bláa kirkjan – sumartónleikar
Í sumartónleikaröðinni Bláu kirkjunni eru haldnir vikulegir tónleikar með fjölbreyttri tónlist. Tónleikaröðin hóf göngu sína árið 1998 og hefur starfað sleitulaust síðan. Tónleikarnir fara fram í Seyðisfjarðarkirkju á miðvikudagskvöldum kl. 20:30. Í kirkjunni er nýlegur Steinway flygill og 14 – 15 radda Frobeníus orgel. Lögð hefur verið áhersla á að bjóða upp á fjölbreytta tónleika þar sem klassísk tónlist, djass og blús, þjóðlagatónlist og léttari músík fá að njóta sín. Í sumar verða sex tónleikar, sá fyrsti miðvikudagskvöldið 2. júlí og síðasti 6. ágúst. Dagskrá verður fjölbreytt og metnaðarfull og margir af fremstu tónlistarmönnum landsins munu koma fram m.a. Olga Vocal Ensemble, Björg Þórhallsdóttir, Elísabet Waage og Hilmar Örn Agnarsson, Rut Ingólfsdóttir og Richard Simms og djasstríóið Hot Eskimos.