Events

Events

Blóm í bæ

Blóm í bæ-garðyrkju- og blómasýning hefur verið haldin árlega í Hveragerði síðan 2009. Garðyrkju- og blómasýningin „Blóm í bæ“ verður næst haldin 28. – 29. júní, sumarið 2014.

Fyrri sýningar hafa notið mikillar hylli og fjöldi gesta sótt hátíðina heim og notið þess sem í boði var.

Sýningarsvæðið í alfara leið fyrir ferðamenn, aðeins í um 30 mínútna fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Fjöldi viðburða verður á sviði garðyrkju, umhverfismála, skógræktar og íslenskrar framleiðslu.

Þema sýningarinnar í ár verður „Regnbogi“ og munu blómaskreytar töfra fram skrautlegar skreytingar í þeim anda. Einnig verða LandArt listaverk frá Fossflöt upp Varmárgil.  Í LandArt eru unnin listaverk úr efni sem sótt er í náttúruna í kring.

Sýningar, markaðir og fræðsla verða alla sýningardagana. Sýningin er fjölskyldumiðuð, fólk á öllum aldri ætti að finna eitthvað við sitt hæfi. Í Hveragerði er hið fínasta tjaldsvæði sem verður opið alla dagana.