Gönguhátíin Umfar
Gönguhátíðin Umfar er viðburður á vegum Westfjords Adventures og Umfar. Leitast er við að halda þátttökugjaldi í lágmarki til að gefa sem flestum tækifæri til þátttöku. Í boði eru margar frábærar gönguleiðir alla daga vikunnar og lögð er áhersla á fræðslu um menningu, sögu og náttúru þessa stórbrotna svæðis. Ferðirnar ættu að henta flestum sem hafa gaman af útivist og áhuga á menningu, sögu og náttúrufari þessa landshluta. Bóka þarf í ferðir fyrir 17. júní. Börn innan 12 ára aldurs, í fylgd ábyrgðaraðila, fá frítt í ferðir sem eru skráðar sem léttar ferðir . Gönguhátíðin Umfar er viðburður á vegum Westfjords Adventures. Leitast er við að halda þátttökugjaldi í lágmarki. Fólksflutningabíll fer frá ferðamannamiðstöð Westfjords Adventures á Patreksfirði, á uppgefnum brottfarartíma hverrar ferðar. Afsláttur er gefinn ef farnar eru fleiri en ein ferð í gönguvikunni.
Finna miða