Events

Events

Húnavaka

Húnavaka er bæjarhátíð á Blönduósi sem haldin er í júlí ár hvert. Húnavakan hefur verið haldin í núverandi mynd síðan árið 2006, en þar áður hét hátíðin Matur og menning. Hátíðin  stendur frá fimmtudeginum 17.júlí til sunnudagsins 20.júlí 2014.

Á miðvikudeginum skreyta bæjarbúar hús sín og götur. Víða er mikill metnaður lagður í skreytingarnar og hugmyndaflugið er mikið. Húnavaka er sett á fimmtudeginum. Um kvöldið er svo bæjargrill, þar sem allir hittast í gamla bænum með „gott á grillið“ fyrir sig og sína. Þar verða ýmsar uppákomur. Á föstudeginum er stóri fyrirtækjadagurinn, þar sem valin fyrirtæki opna fyrirtækin sín. Á föstudag og laugardag er margt um að vera og eitthvað við allra hæfi. Má þar helst nefna böll í Félagsheimilinu, bæði á föstudags- og laugardagskvöld. Aðrir viðburðir í félagsheimilinu og á bæjartorginu eru t.d. Míkróhúnninn, sem er söngkeppni barna, skemmtun á bæjartorginu, úti-og innimarkaður með tilheyrandi markaðsstemmningu. Einnig fer Blönduhlaup USAH fram þessa helgi. Hápunktur hátíðarinnar er kvöldvakan á laugardagskvöldinuí Kvenfélagsgarðinum. Þar verða ýmis skemmtiatriði, varðeldur og fjöldasöngur. Söfn og setur á Blönduósi hafa opið alla helgina.

Óhætt er að segja að íbúafjöldi Blönduóss margfaldist þessa helgi. Nokkrum vikum fyrir Húnavöku er gefinn út bæklingur í tengslum við hátíðina og þar verður hægt að sjá dagskrá Húnavökunnar. Í aðdraganda hátíðarinnar er einnig hægt að fá upplýsingar inn á fréttavefnum www.huni.is.

Einnig er hægt að fylgjast með okkur á facebook síðu Húnavöku:https://www.facebook.com/hunavaka