Events

Events

Jökulsárhlaup

Jökulsárhlaupið verður haldið í 11. sinn, laugardaginn 9. ágúst 2014. Í Jökulsárhlaupinu er hægt að velja um þrjár vegalengdir: 32,7 km, 21,2 km og 13 km. Lengsta leiðin byrjar við Dettifoss, millivegalengdin leggur af stað frá Hólmatungum og styðsta lengdin er frá Hljóðaklettum. Hlauparar hlaupa meðfram Jökulsárgljúfrum með Jökulsá á Fjöllum á hægri hönd. Þegar hlauparar eru komnir í Vesturdal liggur leiðin frá ánni, framhjá Hljóðaklettum, inn á Ásheiðina og að Ásbyrgi sjálfu. Lokaspretturinn er síðan eftir austurbarmi Ásbyrgis. Öll hlaupin enda í Ásbyrgi. Hlaupið er eftir melum, moldargötum, yfir klappir, um kjarrlendi og birkiskóg svo óhætt er að segja að þessi hlaupaleið eigi sér engan líkan hvað varðar fjölbreytni. Níu drykkjarstöðvar eru alls á milli Dettifoss og Ásbyrgis, sjö á milli Hólmatungna og Ásbyrgis og fimm á milli Hljóðakletta og Ásbyrgis. Rúta ferjar hlaupara á rásstaði og geta hlauparar valið við skráningu hvort þeir vilja kaupa mat þegar komið er í mark í Ásbyrgi.