Events

Events

Miðaldadagar á Gásum

Miðaldadagar á Gásir eru nú haldnir í tíunda sinn. Þar er reynt að endurskapa lífið eins og það gæti hafa litið út fyrir um 700 árum. Á þeim tíma voru Gásir einn helsti verslunarstaður landsins. Á hverju sumri reis þar heilt þorp með margvíslegri starfsemi. Bændur seldu varning sinn, s.s. lýsi, brennistein, vaðmál og fálka og erlendir kaupmenn komu á skipum sínum með allskyns varning. Víst er að þar hefur verið iðandi mannlíf og það er reynt að endurskapa á sem trúverðugastan hátt.

Gásir eru stærsta fornminjasvæði landsins, enda var þar mesta hafskipahöfn landsins í nær 400 ár.

Á Gásum er margt til skemmtunar, íþróttir, sögumenn, tónlist og fjölbreytilegt miðaldahandverk er til sölu. Flest sem þar er gert geta gestir fengið að prófa sjálfir, s.s. að skjóta af boga, flétta kaðal, róa miðaldabát eða reyna sig í miðaldaknattleik, þar sem barist er til síðasta blóðdropa.

Miðaldadagar á Gásum eru skemmtileg upplifun fyrir alla fjölskylduna.

Hægt er að nálgast sniðugt app um Gásir, bæði fyrir iPhone og Android. Það er ókeypis og heitir einfaldlega Gásir.

Á Youtube er hægt að skoða skemmtilega teiknimynd sem heitir: Allt sem þú þarft að vita um Gásir á 2 mínútum.

Opið alla dagana kl. 11-18