Events

Events

Regnboginn-list í fögru umhverfi

Regnboginn – list í fögru umhveri er menningarhátíð Mýrdælinga. Hún er haldin aðra helgi í október ár hvert og hefur verið haldin frá árinu 2007.

Á Regnboganum eins og við köllum hann í daglegu tali er Mýrdælingum og gestum boðið til menningarveislu. Allir sameinast um að koma á fót öflugri menningardagskrá, sem íbúum og gestum þeirra er boðið að upplifa í fögru umhverfi Víkur í Mýrdal.

Fastir liðir á Regnboganum eru m.a. opnunarhátíð í íþróttahúsinu með matarkynningu og tónlist,  markaður í Leikskálum, hátíðardagskrá fyrir alla fjölskylduna að deginum og skemmtidagskrá að kvöldi. Eftir að formlegri dagskrá er lokið á laugardeginum er opið á börum bæjarins og yfirleitt lifandi flutningur á tónlist.  Á sunnudeginum er hátíðinni slitið með ljúfum tónum í Víkurkirkju. Aðrir viðburðir eru einnig opin hús víða um bæinn, gönguferðir, messa, karíókí fyrir börn, tilboð á veitingastöðum og gistingu og margt fleira.

Hátíðin er rekin áfram á styrkjum velunnara hátíðarinnar (einstaklingar, fyrirtæki, Mýrdalshreppur og frjáls félagasamtök).

Við hlökkum til að sjá þig í Vík í Mýrdal á Regnboganum-list í fögru umhverfi.