Reykholtshátíð
Reykholtshátíð er ein vandaðasta og elsta tónlistarhátíðin á Íslandi. Hún er haldin ár hvert síðustu helgina í júlí í hinu sögufræga umhverfi í Reykholti í Borgarfirði. Hátíðin var stofnu árið 1997 af Steinunni Birnu Ragnarsdóttur og hefur fest sig í sessi sem ómissandi viðburður í íslensku tónlistarlífi. Núverandi listrænn stjórnandi Reykholthátíðar er Sigurgeir Agnarsson sellóleikari og mun hann leiða hátíðina í annað sinn sumarið 2014. Alls verða fernir tónleikar á hátíðinni þetta árið. Opnunartónleikarnir verða föstudagskvöldið 25. júlí. Á laugardeginum verða tvennir tónleikar, söngtónleikar síðdegis og kammertónleikar um kvöldið. Á sunnudeginum eru svo lokatónleikar hátiðarinnar. Flutt verða verk m.a. eftir Beethoven, Brahms, Smetana og Grieg. Auk þess hefur hátíðin pantað nýtt verk fyrir söngrödd og strengi eftir Huga Guðmundsson sem verður frumflutt 2014. Meðal þeirra listamanna sem munu koma fram á hátíðinni eru píanóleikarinn Domenico Codespoti frá Ítalíu, flautuleikarinn Stefán Ragnar Höskuldsson, Hanna Dóra Sturludótir söngkona og fiðluleikarinn Ari Þór Vilhjálmsson.
Finna miða