Reykjavík Shorts&Docs Festival
Reykjavík Shorts&Docs Festival verður haldin 12. sinn í Bíó Paradís og Stúdentakjallaranum daganna 3.-9. apríl næstkomandi. Að venju er áherslan á innlendar og erlendar stutt- og heimildamyndir, en auk kvikmyndasýninga verða fjöldi annarra viðburða á hátíðinni. Áhorfendur munu velja bestu íslensku stutt- eða heimildamyndahátíðina og verða verðlaunin veitt sigurvegaranum á verðlaunaathöfn á lokakvöldi hátíðarinnar 9. apríl í Bíó Paradís.
Lesendur Movie Maker Magazine völdu Reykjavík Shorts & Docs Festival meðal fimm svölustu stuttmyndahátíða heims nýverið. Kosningin fór af stað sl. sumar og niðurstöðurnar voru kynntar í nóvember. Fjórar aðrar stuttmyndahátíðir deila titlinum með Reykjavík Shorts & Docs Festival en það eru DC Shorts Film Festival, Couch Fest Films, Miami Short Film Festival og The Smalls Film Festival.
Nánari upplýsingar um sýningar Reykjavík Shorts & Docs Festival í Bíó Paradís er að finna á heimasíðu hátíðarinnar. Miðar verða seldir í Bíó Paradísar og á midi.is.
Sjáumst á 12. hátíð Reykjavík Shorts&Docs Festival 3.-9. apríl!