Secret Solstice Festival
Secret Solstice er ný íslensk tónlistarhátíð sem verður haldin í fyrsta skipti dagana 20.júní til 22.júní 2014. Á hátíðinni koma fram yfir 100 tónlistaratriði, innlend sem erlend, af fjölbreytilegum og ólíkum toga . Rótgrónir, vel þekktir listamenn í bland við yngri nöfn munu halda uppi sannkallaðri hátíðarstemningu í þrjá daga.
Svæðið verður fegrað og klætt í viðeigandi búning svo skapa megi óvenjulega og eftirminnilega umgjörð og tryggja hátíðargestum einstaka upplifun gæddri frábærri tónlist í nætursólinni.
Nú þegar hafa 79 tónlistaratriði verið tilkynnt og enn á eftir að kynna fjölda frábærra listamanna til leiks.
Það verður gert á komandi vikum en stærstu erlendu nöfnin sem þegar hafa verið tilkynnt eru:
Massive Attack
Woodkid
Kerri Chandler
Carl Craig
Damian Lazarus
Eats Everything
Aphrohead
Skream
Boddika
Gorgon City
Jackmaster
Oneman
Paul Woolford
Ben Pearce
Einnig hefur fjöldi frábærs íslensks tónlistarfólk verið tilkynnt þeirra á meðal:
Múm
Hjaltalín
Samaris
Mammút
Sísý Ey
Cell 7
Maus
Moses Hightower
Sometime
Ojba Rasta
Amaba Dama
Vök
Intro Beats
Miðasala á hátíðina er í fullum gangi og er hægt að nálgast allar upplýsingar á vefsíðu hátíðarinnar www.secretsolstice.is.
Finna miða