From the blog

From the blog

Búðabandið snýr aftur

Búðabandið 640x400

Tríóið Búðabandið með Bryndísi Ásmunds söngkonu í fararbroddi mun koma saman á ný eftir ágætlega langa fjarveru frá tónleikahaldi. Tríóið kom fyrst fram á sjónarsviðið 1996 sem húsband á hótel Búðum á Snæfellsnesi en þangað sækir tríóið nafn sitt. Eftir að veru tríósins lauk á Búðum var bandið áberandi á stöðum eins og Glaumbar, Hressó og Prikinu þar sem hún hélt uppi stuði og stemmingu með músík og gríni, oft á kostnað viðstaddra. Búðabandið var einnig mjög vinsælt á allskyns samkomum og einkasamkvæmum þar sem hún stóð alltaf undir einkennisorðum sveitarinnar, stuð stuð stuð. Búðabandið tók einnig að sér öðruvísi verkefni, eins og að sjá um tónlist fyrir leikverk í Borgarleikhúsinu. Eftir miklar annir við spilamennsku og almennt glens ákváðu hljómsveitarmeðlimir að hvíla tríóið enda hafði það spilað yfir sig á tímabili.

Nú mun tríóið koma saman aftur og eru fyrstu tónleikarnir partur af Hinsegin dögum sem haldnir verða 5 -10 ágúst. Tónleikarnir bera heitið Hinsegin ást og verða í Tjarnarbíó, þriðjudaginn 5. ágúst. Með þessum tónleikum vill Búðabandið leggja góðum málstæði lið en 500kr af hverjum seldum miða renna til Reykjavík Gay Pride.

Hægt er að tryggja sér miða í forsölu með því að smella HÉR

Upplýsingar um viðburðinn er að finna HÉR