Einleikjahátíðin Act Alone á Suðureyri hefst á morgun og stendur til sunnudags. Tuttugu viðburðir er á dagskrá og er aðgangur ókeypis. Eins og nafnið gefur til kynna er einleikur alls ráðandi og margir hæfileikaríkir einstaklingar mæta og skemmta sér og öðrum. Act Alone var fyrst haldin árið 2004 og hefur við árleg síðan en nú í ár verður í fyrsta sinn boðið upp á myndlist og ritlist. Sýning Eddu Heiðrúnar Backman verður opnuð en hún fer svo sannarlega ótroðnar slóðir í sinni listsköpum. Fulltrúar ritlistarinnar eru Eiríkur Örn Norðdahl og Ólína Þorvarðardóttir sem munu lesa uppúr verkum sínum og annarra.
Dagskráin er afar skemmtileg og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, það er nokkuð víst. Nú er bara að bruna vestur og upplifa skemmtilega daga þar sem einstaklingurinn er í fyrirrúmi.
Dagskrá Act Alone á Suðureyri
6. – 10. ágúst 2014
Miðvikudagur 6. ágúst
19:00 Fiskismakk við FSÚ
19:30 Opnun myndlistarsýningar Eddu Heiðrúnar Backman, leikkonu. Íþróttamiðstöðin.
20:30 Kvæðakvöldvaka Ólínu Þorvarðardóttur. FSÚ.
Fimmtudagur 7. ágúst
20:00 Leikritið Djúpið á ensku með Stefáni Halli Stefánssyni. FSÚ.
22:00 Tónleikar með Birni Thoroddsen. Þurrkver.
Föstudagur 8. ágúst
18:00 Leikritið Elska með Jenný Láru Arnórsdóttur. FSÚ.
20:00 Leikritið Eldklerkurinn með Pétri Eggerz. FSÚ.
22:00 Tónleikar með Stuðmanninum Agli Ólafssyni. Þurrkver.
23:30 Dansverkið Scape of Grace. FSÚ.
Laugardagur 9. ágúst
13:00-16:00 Sirkus Íslands skemmtir út um allt þorp
13:00 Vísindanámskeið Villa fyrir káta krakka. Þurrkver.
14:00-16:00 Fiskiveisla. Tapasréttir í boði Fisherman.
14:00 Anna Richardsdóttir tekur Suðureyri í gegn, þrifagjörningur
15:00 Barnaleikritið Pétur og Úlfurinn með Bernd Ogrodnik. Þurrkver.
17:00 Leikritið Grande með Hirti Jóhanni Jónssyni. FSÚ.
20:00 Leikritið Sveinsstykki með Arnari Jónssyni FSÚ.
22:00 Leikritið Múrsteinn með Benedikt Gröndal. Þurrkver.
23:00 Kveldvaka Villa naglbíts. FSÚ.
24:00 Eiríkur Örn Norðdahl með ljóðaprógram Swing Ding Deng Xiaoping. Þurrkver.
Sunnudagur 10. ágúst
12:00 Söngdagskrá með Bjarna Ara. Kirkjan.