From the blog

From the blog

Eistnaflug: Lights on the Highway – HAM – Enslaved

1Capture

Eistnaflug hafa verið að kynna hljómsveitir sem munu spila næstkomandi sumar. Helst má nefna að HAM og Sólstafir munu koma fram en í dag kom tilkynning um að Lights on the Highway mun koma fram. Um mikil gleðitíðindi er um að ræða en árið 2012 tilkynnti Lights of the Highway að þeir ætluðu í langt hlé með tilheyrandi sorg aðdáenda.

Norska hljómsveitin Enslaved hafa einnig boðað komu sína en hún var stofnuð árið 1991 og á dyggan aðdáenda hóp víðsvegar þar með talið hér á landi. Áhugi sveitarinnar á Íslandi er kunnugur en plata þeirra Vikingligr Veldi var til að mynda öll á íslensku.

Fyrir hafa Solitude, Behemoth, Godflesh og Börn boðað komu sína svo einhverjir séu nefndir. Það er því óhætt að segja að Eistnaflug 2015 lofar afar góðu.