Íslensku tónlistarverðlaunin 2013 fóru fram í Hörpu í dag þar sem því var jafnframt fagnað að 20 ár eru síðan verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn. Fyrrihluti verðlaunaafhendingar fór fram í hádeginu í Norðurljósum þar sem veitt voru verðlaun í 11 flokkum en í kvöld voru veitt verðlaun í 15 flokkum ásamt Heiðursverðlaunum. Kynnir í kvöld var Vilhelm Anton Jónsson og fram komu Emilíana Torrini, Hjaltalín, Mezzoforte, Skálmöld, Þóra Einarsdóttir og Elmar Gilbertsson sem fluttu atriði úr óperunni Ragnheiði og fjölda margir aðrir af okkar dáðustu söngvurum.
SAMANTEKT:
Popp og rokk:
Mammút
Hljómplata ársins Komdu til mín svarta systir
Lag ársins Salt
Plötuumslag ársins
Hjaltalín
Söngkona ársins Sigríður Thorlacius
Sveinn Helgi Halldórsson var valinn upptökustjóri ársins fyrir stjórn upptöku á Enter 4
Platan Days of Grey var valin Hljómplata ársins í opnum flokki
John Grant
Söngvari ársins
Lagahöfundur ársins
Grísalappalísa
Coca Cola plata ársins
Tónlistarmyndband ársins
Baggalútur
Bragi Valdimar Skúlason Textahöfundur ársins Fyrir texta á plötunni Mamma þarf að djamma
Kaleo
Bjartasta vonin
Skálmöld
Tónlistarflytjandi ársins
Djass og blús:
Plata ársins var valin Meatball Evening með KTríó, Tónverk ársins var Strokkur af sömu plötu eftir Kristján Tryggva Martinsson sem jafnframt var valinn Tónhöfundur ársins fyrir verk á plötunni. Tónlistarflytjandi ársins var Sigurður Flosason.
Sígild og samtímatónlist:
Plata ársins var valin Over Light Earth eftir Daníel Bjarnason og Tónverk ársins var Nostalgia eftir Pál Ragnar Pálsson. Tónhöfundur ársins var hins vegar Gunnar Þórðarson fyrir óperuna Ragnheiði. Söngvari ársins var Ágúst Ólafsson fyrir þátttöku á Listahátíð þar sem hann söng á þrennum tónleikum helstu ljóðasöngflokka Roberts Schumann og fyrir frammistöðu í hlutverki Dancaire í uppfærslu Íslenku óperunnar á Carmen og söngkona ársins var Hallveig Rúnarsdóttir fyrir frammistöðu sína í hlutverki Michaëlu í Íslensku óperunnar á Carmen sem og fyrir flutning á Sumartónleikum Skálholts 2013. Tónlistarflytjandi ársins var Nordic Affect fyrir gott tónleikaár. Uppsetning óperunnar Ragnheiðar í Skálholti var valin Tónlistarviðburður ársins. Fjölnir Ólafsson hlaut barítónsöngvari hlaut verðlaun sem Bjartasta vonin.
Heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna 2013 hlaut Hljómsveitin Mezzoforte.
Um þessar mundir eru þrjátíu ár frá því Mezzoforte kom lagi á topp 20 smáskífulista í Bretlandi, fyrstir íslenskra tónlistarmanna og hafa æ síðan borið hróður íslensks jazzbræðings um allan heim og eru enn að. Sveitin er án efa skipuð einhverjum færustu hljóðfæraleikurum landsins og raunar með ólíkindum að þessi framúrskarandi hópur tónlistarmanna hafi valist saman í hljómsveit aðeins 16 ára gamlir. Mezzoforte er fyrsta hljómsveitin sem hlýtur heiðursverðlaun ÍTV en hingað til hafa einungis einstaklingar hlotið þennan heiður.
Hér fyrir neðan má sjá sigurvegarar í öllum flokkum (hádegi og kvöld):
Tónverk ársins (Djass og blús) Strokkur af plötunni Meatball Evening – Kristján Tryggvi Martinsson
Tónverk ársins (Sígild og samtímatónlist) Nostalgia Páll Ragnar Pálsson
Upptökustjóri ársins Sveinn Helgi Halldórsson Fyrir stjórn upptöku á Enter 4 með Hjaltalín
Tónlistarviðburður ársins Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson – Ragnheiður, ópera
Plötuumslag ársins Mammút Komdu til mín svarta systir Hönnun: Alexandra Baldursdóttir, Katrína Mogensen, Sunneva Ása Weisshappel
Söngvari ársins (Sígild og samtímatónlist) Ágúst Ólafsson
Söngkona ársins (Sígild og samtímatónlist) Hallveig Rúnarsdóttir
Bjartasta vonin (Djass, sígild- og samtímatónlist) – Fjölnir Ólafsson, baritónsöngvari
Bjartasta vonin (Popp, rokk, djass) – Kaleo
Tónlistarflytjandi ársins (Djass og blús) Sigurður Flosason
Tónlistarflytjandi ársins (Popp og rokk) Skálmöld
Tónlistarflytjandi ársins (Sígild og samtímatónlist) Nordic Affect
Tónlistarmyndband ársins Grísalappalísa Hver er ég? í leikstjórn Sigurðar Möller Sívertsens
Tónhöfundur ársins (Djass og blús) Kristján Tryggvi Martinsson Fyrir lög á plötunni Meatball Evening
Tónhöfundur ársins (Sígild og samtímatónlist) Gunnar Þórðarson Fyrir óperuna „Ragnheiði“
Lagahöfundur ársins (Popp og rokk) John Grant Fyrir lög á plötunni Pale Green Ghosts
Textahöfundur ársins Bragi Valdimar Skúlason Fyrir texta á plötunni Mamma þarf að djamma
Lag ársins (Popp og rokk) Salt – Mammút
Söngvari ársins (Popp og rokk) John Grant
Söngkona ársins (Popp og rokk) Sigríður Thorlacius
Plata ársins (Sígild og samtímatónlist) Over Light Earth Daníel Bjarnason
Plata ársins (Popp og rokk) Komdu til mín svarta systir – Mammút
Plata ársins (Djass og blús) Meatball Evening KTríó
Plata ársins (Opinn flokkur) Days of Gray – Hjaltalín
Coca Cola plata ársins Grísalappalísa – Ali