Áhugaverðir viðburðir hafa verið tilkynntir í Hljómahöll þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi
Stórglæsilegir viðburðir eru framundan í Hljómahöll. Þar má helst nefna tónleika Mammút þann 25. september en hljómsveitin er ein vinsælasta hljómsveit landsins. Sveitin vann ein þrenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaunum – meðal annars fyrir plötu og lag ársins. Rapparinn Cell7 mun mæta ásamt hljómsveit þann 3. október og einnig koma fram Kött Grá Pjé. Þann 9. október kemur grínistahópurinn Mið-Ísland fram í Stapa en þetta verður í fyrsta sinn sem hópurinn kemur fram á Suðurnesjum. Þann 10. október mun hinn ástsæli söngvari KK mæta á ný en hann hélt eftirminnilega tónleika á Rokksafni Íslands á Ljósanótt. Hljómsveitin Árstíðir kemur í heimsókn þann 23. október en hljómsveitin hefur ekki spilað á Suðurnesjum síðan árið 2010. Síðan þá hefur hljómsveitin slegið í gegn erlendis og þá sérstaklega í Austur-Evrópu. Hljómsveitin setti myndband af sér nýverið á YouTube þar sem sveitin syngur Heyr Himna Smiður á lestarstöð í Þýskalandi og hefur myndbandið fengið um 3,5 milljónir áhorf.
Nánari upplýsingar á http://www.hljomaholl.is/.