Bandaríska rokkhljómsveitin Pixies kemur fram á tónleikum í Laugardalshöll þann 11. júní.
Pixies er tónlistarunnendum á Íslandi vel kunn, því hljómsveitin lék á tvennum tónleikum fyrir troðfullu húsi í Kaplakrika, fyrir tíu árum síðan. Pixies var þá að koma fram í fyrsta skipti síðan 1993 og kaus að halda fyrstu tónleikanna á Íslandi, enda gamall draumur Pixies að spila á Íslandi, eftir að hafa spilað með Sykurmolunum á fjölda tónleika þegar báðar sveitirnar voru fremstar í heimi nýbylgjurokksins.
Nú eru önnur tímamót í sögu The Pixies. Eftir frábæra endukomu árið 2004 hafa aðdáendur beðið með öndina í hálsinum eftir nýju efni. Í janúar gaf hljómsveitin út EP-plötu og stór plata mun vera á leiðinni. Því er tímabært að The Pixies snúi aftur til Íslands og spili fyrir aðdáendur sína.
Hljómsveitin Mono Town sem undanfarið hefur ferðast með The Pixies á tónleikaferð þeirra mun opna tónleikana. Þetta er sérstök ósk The Pixies og um leið einstakt tækifæri fyrir tónleikagesti að hlýða á þessa frábæru hljómsveit.
Miðasala
Miðaverð: 6700 á gólfi og 8700 í stúku.
PIXIES
www.pixiesmusic.com
https://myspace.com/pixies
https://twitter.com/PIXIES
https://www.facebook.com/