Vegna óhagstæðs veðurfars hefur ákveðið að færa Rauðasand Festival til Patreksfjarðar. Patreksfjörður er í nágrenni við Rauðasand og mun dagskráin lítið riðlat og fer hún fram í hinu stórskemmtilega Sjóræningjahúsi. Hátíðagestir þurfa ekki að örvænta gagnvart gistingu því þeir fá inn í Félagsheimilið á Patreksfirði.
Fréttatilkynning frá Rauðasand Festival
ÁRÍÐANDI TILKYNNING!
Aðstandendur hátíðarinnar Rauðasandur Festival í samráði við sveitarfélagið Vesturbyggð og lögregluembætti Vestfjarða hafa tekið þá ákvörðun í ljósi veðurfarslegra aðstæðna að færa hátíðina yfir á Patreksfjörð að svo stöddu. Hátíðin hefst í kvöld og mun dagskrá lítið riðlast en dagskrárliðir fara fram í og við Sjóræningjahúsið á
Patreksfirði en hátíðargestir fá gistingu inni í Félagsheimilinu á Patreksfirði. Aðstandendur hátíðarinnar vilja beina
öllum gestum sem eru nú þegar á leið vestur að koma beint inn á Patreksfjörð og í Félagsheimilið, til heimilis að Aðalstræti 107 (fyrir ofan N1 bensínstöðina) til að fá frekari fréttir um dagskrána og fyrirkomulag varðandi gistingu. Rauðasandur Festival á Patró er ekkert síðri en á Rauðasandi og vilja aðstandendur hátíðarinnar koma á framfæri
þakklæti til sveitarfélagsins Vesturbyggðar og lögregluembættis Vestfjarða fyrir samvinnuna en samin hafði verið aðgerðaráætlun fyrr á þessu ári ef aðstæður sem þessar myndu skapast. Aðstandendur hátíðarinnar hlakka til að taka á móti gestum sínum á Patreksfirði.