From the blog

From the blog

Það styttist í Reykjavík Comedy Festival 2014

harpabig1350x550_2

Í fyrsta skipti á Íslandi er nú haldin alþjóðleg grínhátíð í Hörpu, á vegum Senu, í samstarfi við Europe Comedy Fest. Sambærilegar hátíðir verða haldnar um svipað leyti í Svíþjóð, Noregi, Belgíu og fleiri löndum. Með því að snúa bökum saman með þessum erlendu öflugu aðilum er hægt að tryggja komu fjölda grínista á heimsmælikvarða til Íslands.

Föstudagur 24. október – Silfurberg
Kl. 20.00
Saga Garðarsdóttir
BBC presents Best of Fest: Rob Deering, Harriet Kemsley, Sean McLoughlin og Joel Dommett

Kl. 22.30:

Dóri DNA
Kerry Godliman

Laugardagur 25. október – Silfurberg

Kl. 20.00

Þorteinn Guðmundsson
New York’s Funniest: Andrew Schulz, Ricky Valez og James Adomian

Kl. 22.30

Ari Eldjárn
Jim Breuer

Sunnudagur 26. október – 
Eldborg
Kl. 20.00
Stephen Merchant
Lokasýning

Miðasala er í fullum gangi á Miði.is, í miðasölu Hörpunnar og í síma 528-5050.
Þeir sem kaupa miða á allar fimm sýningarnar geta fengið 20% afslátt af heildarverði.
Eingöngu er hægt að tryggja sér þetta tilboð í gegnum símanúmerið að ofan eða í miðasölu Hörpunnar. Afslátturinn er ekki í boði á netinu.