Alþjóðlega kvikmyndahátiðin í Reykjavík, RIFF, hefst í dag og stendur yfir í 11 daga eða til 5.október. Opnunarhátið RIFF hefst klukkan 20:00 í Háskólabíó en þar verður íslensk/bandaríska kvikmyndin Land Ho! eða Land fyrir stafni sýnd.
RIFF er mikilvægur vettvangur fyrir íslenska kvikmyndagerðarmenn til að kynna verk sín fyrir umheiminum. Fjöldi erlendra blaðamanna og bransafólks sækir hátíðina ár hvert og áhugi þeirra á því að kynna sér íslenskar kvikmyndir leynir sér ekki. Hátíðin reynir að sýna framleiðslu liðins árs, frumsýna nýjustu myndirnar og gera íslenskri stuttmyndagerð hátt undir höfði. Besta íslenska stuttmyndin fær verðlaun úr minningarsjóði Thors Vilhjálmssonar en Gullna eggið kemur í hlut bestu stuttmyndarinnar sem tekur þátt í Kvikmyndasmiðju RIFF (Talent lab).
Það verður nóg um að vera en gestum býðst til að mynda að spjalla við Ólafur De Fleur Jóhannesson leikstjóra, sækja málþing og fyrirlestra, tónleika og sjá kvikmyndir á óvenjulegum stöðum eins í sundi.
Dagskráin má sjá hér.