Sandgerðisdagar höfust í gær og standa til sunnudagsins 31.ágúst. Nóg er um að vera fyrir bæjarbúa og gesti alla vikuna. Hin vinsæla Lodduganga, sápubolti, hverfaganga, gönguferðir, leiktæki, upplestrar, sagnakvöld, Norðurbær- Suðurbær knattspyrnumót Ksf. Reynis verður haldið föstudaginn 29.ágúst og margt fleira. Hátíðin nær svo hámarki á laugardaginn þar sem þéttskipuð dagskrá verður frá morgni til kvölds. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla aldurshópa. Frábær aðstaða á tjaldsvæði og sundlaug í sérflokki. Dagsrkána má finna í heild sinni hér.