Fyrst var það Simpsons en nú er það Game Of Thrones. Hljómsveitin Sigurrós er dugleg þessi misserin að koma fram í stærstu sjónvarpsseríum heimsins. Sigurrós tók að sér hlutverk hirðhljómsveitar í Game Of Thrones en sveitin gerði margt um betur og gaf út sína eigin útgáfu af “The Rains Of Castamere”
Lagið er samið af hirðskáldi Game Of Thrones, Ramin Djawadi en textann samdi höfundur Game Of Thrones, George R. R. Martin. Það er hljómsveitin The National sem hljóðritaði frumútgáfuna.