From the blog

From the blog

Sonur predikarans snýr aftur

10297667_10152512903120979_305863711105153007_n

Tónlistamaðurinn Siggi Lauf kom fram á sjónarviðið árið 2006. Hann kynnti sig sem sonur predikarans og náði töluverðri athygli með lagi sínu “Í frelsarans nafni” þar sem hann syngur m.a. um að Jesú hafi bara verið hippi á kókaíni og það að Jesú hafi gengið á vatni væri ekkert annað en tálsýni lærisveinanna, eftir að Jesú hafi gefið þeim ofskynjunarsveppi. Sá boðskapur olli töluverðum usla eins og gefur að skilja. Lítil lognmolla var í kringum Sigga á þessu tímabili, til að mynda tók hann þátt í sjónvarpsþættinum “Bandið hans Bubba” þar sem hann lenti upp á kant við sjálfan kónginn, var rekinn úr þáttunum og átti í kjölfarið í ritdeilum við Bubba í fjölmiðlum. Siggi Lauf var virkur í tónlistarsenunni fram til ársins 2010 þegar hann gaf út sólóplötuna “Barn síns tíma” en tók sér svo frí frá tónlistinni til að ala upp nýfætt barn sitt.

Nýlega hóf Siggi Lauf aftur upp raust sína en að þessu sinni ákvað hann breyta um hljóðheim og því fékk hann til liðs við sig yngsta bróður sinn, Samúel Laufdal til að “bít boxa” ofan í lagahugmyndir. Úr þessum bræðingi samdi Siggi Lauf lagið “Heilagur Megas” þegar hann var við störf á línu bát á íslands miðum fyrr á þessu ári. Lagið er samið til vinkonu Sigga Lauf og fjallar um þær tilfinningaflækjur sem lífið hefur upp á að bjóða. Þegar í land var komið hafði Siggi Lauf samband við lögmann sinn, Jakob Björgvin Jakobsson sem hann vissi að væri lunkinn á harmónikkuna til að spila undir í laginu. Þessi hljóðfæraskipan, Trúbador með kassagítarinn, bít boxari og harmonikku leikari smellpassaði saman og ákveðið var að hljóðrita lagið “Heilagur Megas”. Leit að réttum upptökustjóra til að fanga verkið í þessari útsetningu tók smá tíma en eftir viðræður við félaga úr bransanum varð úr að Halldór Á. Björnsson eða Dóri úr hljómsveitinni Legend eins og hann er stundum nefndur tók að sér upptökustjórn í hljóðveri sínu Neptúnus.

Siggi Lauf er byrjaður að koma fram aftur á tónleikum og var á Ljósanótt á staðnum Thai Keflavík.

Fésbókarsíða Sigga Lauf: https://www.facebook.com/pages/Siggi-Lauf/78002825978?fref=ts