From the blog

From the blog

Töfrar í Þórsmörk – andleg upplifun um Verslunarmannahelgina

relax.ispix-002

Ef löngun er til staðar til að upplifa ró og frið um Verslunarmannahelgina í stórkostlegu umhverfi þá er mælt með að kíkja til Húsadal í Þórsmörk en auk þess sem náttúran hefur upp á að bjóða er margt í boði fyrir líkama og sál.

Hátíðin nefnist Töfrar í Þórsmörk og ber nafn með rentu en þau Þórey, Sólveig og Emil eru leiðbeinendur og leiða þáttakendur í gegnum yndisheima andlegrar vitundar.

Hægt er að bóka í vegferðina hér  og sjá verð en innifalið í verðinu er auðvita dagskrá helgarinnar, 2x kvöldverður (föstudags-og laugardagskvöld), gisting í tjaldi (Pakki A og C)  Gisting í rúmi (Pakki B og D), ferð með rútu Reykjavík ↔ Þórsmörk (Pakki C og D) og ferjun yfir Krossá og til baka ef ferðast er sjálf(ur) (Pakki A og B).
Eldunaraðstaða er í boði til að smyrja sér nesti og millimálsbita.

 

Dagskrá helgarinnar

FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST

07:30       REYKJAVÍK → ÞÓRSMÖRK 3.5 KLST. Lagt af stað frá Umferðamiðstöð BSÍ við Hringbraut                                  stundvíslega kl. 08:00.

12:00       ÞÓRSMÖRK. Við komum okkur þægilega fyrir og stillum okkur inn á frið og fegurð Þórsmerkur.

14:00       ELDUR ER KVEIKTUR. Við komum saman við eldinn og undirbúum hið helga svitahof.

15:00       SVITAHOFSATHÖFNIN. Förum inn í Móðurkvið Jarðar til að deyja gamla sjálfinu og endurfæðast.

18:00       KVÖLDMATUR. Nærandi samvera og kvöldmatur eftir kraftmikla hreinsunarathöfn.

“Hin helga Svitahofsathöfn hefur varðveist um þúsundir ára til að hjálpa okkur að ganga í takt við rythma Lífsins. Þegar við göngum inn í hið helga Svitahof tengjum við okkur Anda Náttúrunnar og við biðjum um hreinsun og styrkingu á Sál, Huga og Líkama. Steinar eru eldglóðaðir og bornir inn í tjaldið. Þá hellum við Vatni á Steinana til að fá svitann fram meðan við syngjum ævaforna heilunarsöngva. Athöfnin tekur 2 – 2.5 klst.”

Emil Tsakalis jógakennari, heilsunuddari og svitahofsmaður

LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST

06:00       JÓGA. Pranayama öndunaræfingar. Mjúkt Hatha jóga. Hugleiðsla.

08:00       MORGUNMATUR

09:00       FJALLGANGA. Silent Retreat

12:00       HÁDEGISMATUR

14:00       GRÍMUGERÐ

“Að hætti sjamana munum við hugleiða inn á kraft okkar og dulda eiginleika og í framhaldi skapa máttarandlit okkar með grímugerð. Við leyfum okkar villta, skapandi eðli að koma fram og tengjumst okkar innri mætti á áþreifanlegan og táknrænan hátt. Ferlið sjálft er mögnuð upplifun og er í raun máttargjörð.”

Sólveig Katrín Jónsdóttir listmeðferðarfræðingur og nemi í sjamanafræðum

18:00       KVÖLDMATUR. Fjallaskáli Volcano Huts.

20:00       ELDATHÖFN

21:00       JÓGADANS

“Í gegnum Jógadansinn losum við um streitu og hömlur….finnum frelsi til að leyfa skapandi tjáningu að flæða fram. Við upplifum magnað ferðalag um orkustöðvar líkamans sem hver og ein hefur sinn eiginleika og kraft.  Dansa, anda, heila, svitna, tóna, tengja… finna sælu og vellíðan á líkama, huga og sál!”

Þórey Viðarsdóttir jógadansleiðbeinandi og jógakennari

 

SUNNUDAGUR 3. ÁGÚST

09:00       JÓGA. Pranayama öndunaræfingar. Mjúkt Hatha jóga. Hugleiðsla.

10:00       FRÍR TÍMI. Morgunmatur, afslöppun, göngur, hádegisverður ofl.

13:00       LOKAATHÖFN

16:00       HEIMFERÐ. Rútur til RVK kl. 16:00 og 20:40.