From the blog

From the blog

Vio sigraði Músíktilraunir

sigurvegarar_2014

Eftir fjögur undankvöld þar sem fjörutíu hljómsveitir stigu á stokk var úrslitakvöldið haldið fyrir fullu húsi í Norðurljósasal Hörpu. 10 sveitir komust í úrslit og léku listir sínar með von í hjarta um að hreppa eitt af þremur efstu sætunum. Að lokum stóðu þó eftirtaldir aðilar og hljómsveitir uppi sem sigurvegarar.

1.sæti: Vio
2.sæti: Lucy in Blue
3.sæti: Conflictions

Hljómsveit Fólksins: Milkhouse

Verðlaunin sem veitt voru:

1. sæti
20 hljóðverstímar í hljóðverinu Sundlauginni, ásamt hljóðmanni
SENA gefur sigurvegurum Músíktilrauna 200.000 kr. peningagjöf
Gjafabréf frá Icelandair, þar sem verður flogið til Hollands í lok ágúst og spilað á vegum Stage Europe Network sem að Hitt Húsið er aðili að á Westerpop tónlistarhátíðinni í Delft
Þátttaka í hljóðverssmiðju Kraums Tónlistarsjóðs. Dagur með reyndum tónlistarmanni & hljóðmanni
Spila á Iceland Airwaves hátíðinni
Koma fram á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður 2014; flug og gisting
20 þúsund króna úttekt frá 12 Tónum
Styrkur úr Minningarsjóði Péturs Kristjánssonar

2. sæti
20 hljóðverstímar í Stúdíó Paradís, ásamt hljóðmanni
SENA gefur 75.000 kr.
Þátttaka í hljóðverssmiðju Kraums Tónlistarsjóðs. Dagur með reyndum tónlistarmanni & hljóðmanni
Spila á Iceland Airwaves hátíðinni
15 þúsund króna úttekt frá 12 Tónum

3. sæti
20 hljóðverstímar í Aldingarðinum ásamt hljóðmanni.
SENA gefur 50.000 kr.
Þátttaka í hljóðverssmiðju Kraums Tónlistarsjóðs. Dagur með reyndum tónlistarmanni & hljóðmanni
10 þúsund króna úttekt frá 12 Tónum

Hljómsveit fólksins
Upptökutæki frá Tónastöðinni
20.000 kr.úttekt frá Smekkleysu,plötubúð
Spila í beinni á Rás 2 í Popplandi

Gítarleikari Músíktilrauna
30.000 kr. úttekt frá Tónastöðinni

Bassaleikari Músíktilrauna
30.000 kr. úttekt frá Tónastöðinni

Hljómborðsleikari Músíktilrauna
30.000 kr. úttekt frá Tónastöðinni

Rafheili Músíktilrauna
30.000 kr. úttekt frá Tónastöðinni
Mix og mastering frá Möller records

Trommuleikari Músíktilrauna
30.000 kr. úttekt í Hljóðfærahúsinu

Söngvari Músíktilrauna
SHURE Beta 58 hljóðnemi frá Hljóðfærahúsinu

Viðurkenning fyrir textagerð á íslensku
Bókagjöf frá Forlaginu ásamt ársáskrift að snara.is