Mikil ánægja er með tónleika Justin Timberlake. GusGus og DJ Freestyle Steve hituðu upp fyrir kappann og komu gestum í partýgírinn. Rétt fyrir klukkan 21 voru ljósin slökkt og allt ætlaði um koll að keyra þegar Timberlake birtist á sviðinu. Sviðsframkoman var til fyrirmyndar og milli þess sem hann dansaði af innlifun tók hann í píanóið, hljómborð og gítar. Einnig vakti undirleikur frá hljómsveitinni The Tennessee Kids mikla athygli og voru þeir vel spilandi enda ekki annars að vænda af einu af stærstu tónlistarnúmerum samtímans. Spilað var stanslaust í einn og hálfan klukkutíma en ekkert hlé var gert á tónleikunum og gaf hann áhorfendum allt sem hann átti og tónleikargestir fór út með bros á vör. Tónleikarnir var sjónvarpað um allan heim en þetta voru lokatónleikar í Evrópu tónleikaferð kappans. Samkvæmt heimildum var Timberlake afar ánægður með viðtökunar sem gestir sýndu og haft er eftir honum að íslenskir áhorfendur væru einhverjir þeir bestu sem hann hefur leikið fyrir.
Hér eru nokkur af þeim lögum sem Timberlake tók en hægt er að smella á hlekkina og hlustað á lögin.
My Way
Pusher Love Girl
Rock Your Body
My Love
Summer Love
Flétta á milli Holy Grail og Cry Me a River
Until the End of Time
Seniorita
What Comes Around…Goes Around
Suit and Tie
Sexy Backs
Mirrors
Skilpulag tónleikana var til fyrirmyndar en áhyggjuraddir höfðu heyrst um hvernig mundi ganga að ferja 17.000 manns frá Kórnum. Það gekk þó vel og voru stanslausar strætó ferðir sem auðveldaði rýmingu svæðisins.
Hægt er að horfa á tónleikana til miðnætis 25.ágúst hér.