Events

Events

Act alone

Leiklistarhátíðin Act alone verður haldin ellefta árið í röð aðra helgina í ágúst. Hátíðin er haldin í hinu einstaka sjávarþorpi Suðureyri við Súgandafjörð. Að vanda er frítt á alla viðburði hátíðarinnar einsog verið hefur frá upphafi. Á Act alone 2014 verður boðið uppá rjóman af einleikjaárinu Íslenska ekki bara í leiklist heldur og í tónlist, dans og ritlist. Sjávarþorpið Suðureyri hefur allt sem til þarf gistiheimili, tjaldstæði, veitingastaði og kaffihús, frábæra útisundlaug og svo náttúrlega einstakt leikhús. Dagskrá Act alone verður sérlega fjölbreytt og auðvitað einleikin. Eitthvað fyrir alla alveg frá 2ja til 102 ára. Act alone er í dag ein flottasta listahátíð landsbyggðarinnar og hefur aðsókn á hátíðina aukist ár frá ári. Það er því full ástæða til að taka aðra helgina í ágúst 2014 frá og skunda á Act alone í sjávarþorpinu Suðureyri. Ekki skemmir fyrir að það er algjörlega ókeypis.