Events

Events

Ak-Extreme

 

7.000 gestir heimsóttu okkur síðast á EIMSKIPSMÓTIÐ í Gilinu á Akureyri

Ak Extreme er stærsta snjóbretta- og tónlistarhátíð sem haldin er á Íslandi. Það eru tónleikar þrjú kvöld í miðbæ Akureyrar með nokkrum af okkar vinsælu tónlistamönnum hér á klakanum. Ak Extreme er alltaf að stækka. Nú er búið að bæta við opnunarmóti á fimmtudeginum eða „King of the Hill“ þar sem allir sem kunna á snjóbretti geta tekið þátt í. Einnig er komið krakkamót í slopestyle sem fer fram í Hlíðarfjalli á laugardeginum og var það vel sótt í fyrra. BURN Jib mótið í göngugötunni verður á sama stað og síðast og stærsti viðburðurinn er svo EIMSKIP Big Jump mótið í Gilinu á Akureyri. Þar koma fram helstu snjóbrettamenn landsins og keppast um Ak Extreme hringinn sem gefinn er árlega til sigurvegarans.Freestyle skíðamenn hafa verið gestir á Big Jump mótinu og eru þeir í fremsta flokki á landinu í sínu sporti.