Events

Events

Aldrei fór ég suður

Þegar sólin fer að gefa í skyn að hún muni hugsanlega lalla upp fyrir fjöllin á næstu dögum, finnur hver sál, sem hefur nokkurn tímann sönglað með sér lagstúf og dillað mjöðmum við takt, fyrir þeirri köllun að hverfa til síns náttúrulega umhverfis.
Til lítils bæjar er kúrir milli fjalla.  Þar sem gítarinn var tekin til notkunar á undan hjólinu og fiskurinn kom syngjandi í netin.  Þar sem fjárfest var í míkrafón á undan malarvegi.  Sá er fyrst hlaut rokkstaðaréttindi af íslenskum bæjum.

Stærri en Eurovision, skemmtilegri en Áramótaskaupið, eldri en Ólympíuleikarnir og nær til fleirri en Skatturinn.
Aldrei fór ég suður.
Ekki hátíð, heldur náttúruafl.  Aflið til að sameina poppara, pönkara, hipstera, hnakka, landsbyggðina og 101. Aflið til að gleyma daglegu amstri um stund.
Aflið til að henda fjötrum hagsmunatengsla og skoðana útum gluggann og dansa í snjókomunni.

Að detta á skíðum og hoppa í polla, syngja hástöfum með lagi og skála fyrir sólinni í pönnukökum.
Taka í spaðann á heimamönnum, gefa poppurum fimmu, faðma Mugga hafnarstjóra og klessan fyrir vestan með Birnu rokkstjóra. Tveir dagar af ókeypis tónlistarhlaðborði undir fjallasal. Það er Aldrei fór ég suður.

Því þitt er hljóðfærið, og færðin að breiðskífu.
Aldrei.