Events

Events

Brákarhátíð

Brákarhátíðin í Borgarnesi er bæjarhátíð sem haldin er til að minnast ambáttarinnar Þorgerðar Brákar sem fórnaði lífi sínu fyrir drenginn sem hún fóstraði, Egil Skallagrímsson. Bænum er skipt upp í hverfi sem hvert hefur sinn lit og er mikið kapp lagt á að skreyta hús og götur í þeim litum.  Hátíðin er haldin síðasta laugardag í júní og hefst á hlaupi, 10 km – 5 km og skemmtiskokk sem allir geta  tekið þátt í.  Allan daginn eru svo alls kyns skemmtilegir viðburðir um bæinn, bátasiglingar, leðjuslagur, víkingaleikar og hátíðardagskrá í Skallagrímsgarði. Hátíðinni lýkur svo með kvöldvöku í Englendingavík.  Brákarhátíðin er sannkölluð fjölskylduhátíð þar sem megináhersla er lögð á þátttöku barnanna. Enginn aðgangseyrir er á hátíðina og allir eru velkomnir.