Events

Events

Ein með öllu

Vertu með okkur á Akureyri um verslunarmannahelgina á fjölskylduhátiðinni “Ein með Öllu”.  Yfirbragðið er vinalegt og við teljum frekar bros en fólk.  Við nýtum sögu og hefðir í bænum í dagskrágerð okkar og viljum að heimamenn og gestir séu virkir þátttakendur í hátíðarhöldunum.  Hátíðin hefst á útitónleikum í boði N4 á fimmtudagskvöldinu í Skátagilinu og svo tekur við stanslaus dagskrá sem lýkur á sunnudagskvöldinu með Sparitónleikum og  glæsilegri flugeldasýningu .Allar nánari upplýsingar og dagskrána í heild má finna á einmedollu.is