Events

Events

Fjölskyldudagar í Vogum

Fjölskyldudagar er árleg bæjarhátíð sem haldin er í sveitarfélaginu Vogum helgina 15.-17.ágúst. Mikil áhersla er á fjölskylduvæna skemmtun og þar gefst kjörið tækifæri fyrir fjölskyldur og vini til að eiga góðar samverustundir og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Sem dæmi um viðburði Fjölskyldudaga má nefna: golfmót, varðeldur, hverfaleikar, fjölskyldudorgveiði, kassabílarallý, hverfagrill, ökuleikni, handverksmarkaður, leiktæki, bílasýning, hverfaganga, andlitsmálning, litbolti, hestar, söngkeppni, sápubolti, fjársjóðsleit, flugeldasýning auk fjölda tónlistar-, menningar- og skemmtiatriða. Meðfylgjandi myndir tók Steinar Smári Guðbergsson á Fjölskyldudögunum 2013.


  • Hvar: Sveitarfélagið Vogar
  • Hvenær: 15.08 - 17.08
  • Meira: