Events

Events

Flugeldasýning á Jökulsárlóni

Flugeldasýning á Jökulsárlóni er árlegur viðburður sem hefur farið fram frá árinu 1999. Árið 2013 verður sýningin haldin í 14 sinn þann 24. ágúst, en á þeim tíma er enn bjart og því hefst sýningin ekki fyrr en kl 23:00.

Sýningin hefur  vaxið með árunum, en fyrst um sinn var hún ætluð til þess að skemmta starfsfólkinu sem vann á Jökulsárlóni. nú er svo komið að hún nær um 40 mínútum og er ótrúlegt sjónarspil, þar sem  ísjakarnir á lóninu er lýstir upp með friðarkertum og baða sig í litum frá flugeldunum í mögnuðu umhverfi íss og vatns. Sýningin nýtur sívaxandi vinsælda bæði heima og ferðamanna og staðsetning hennar í þessu magnaða umhverfi gerir þennan viðburð einstakann. Á síðasta ári lögðu um 1500 manns leið sína til þess að berja hana augum. Björgunarsveit Hornafjarðar, ásamt starfsfólkinu á Jökulsárlóni hefur veg og vanda af framkvæmd sýningarinnar, en hún er liður í fjármögnun björgunarsveitarinnar.  Allur ágóði af henni rennur óskiptur til björgunarfélagsins og aðgangseyrir er 1500 krónur, en ókeypis fyrir 12 ára og yngri.


  • Hvar: Jökulsárlón á Breiðarmerkursandi
  • Hvenær: 16.08 - 16.08
  • Meira: