Events

Events

Franskir dagar á Fáskrúðsfirði

Franskir dagar á Fáskrúðsfirði er menningartengd fjölskylduhátíð sem haldin hefur verið árlega frá árinu 1996.

Hátíðinni er ætlað að halda á lofti minningu franskra sjómanna sem stunduðu veiðar við Íslandsstrendur á nítjándu öld og fram á þá tuttugustu.

Hátíðin er sniðin að fjölskyldunni og þar eiga allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Árlega heimsækja hátíðina fjöldi fólks, brottfluttir Fáskrúðsfirðingar, nágrannar, franskir gestir frá vinabæ Fáskrúðsfjarðar, Gravelines ásamt öðrum gestum.

Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt, s.s. tónleikar, fjölskyldugöngur, varðeldur, brekkusöngur, flugeldasýning, dansleikir, hátíðardagskrá, kappleikir, leiktæki , minningarathöfn um franska sjómenn,  sýningar og margt fleira.

Á Fáskrúðsfirði er rekið safnið “Fransmenn á Íslandi” þar sem sögð er saga franskra sjómanna  við Ísland og nýverið endurbyggði Minjavernd þau hús sem tengjast sjósókn franskra sjómanna beint hér á Fáskrúðsfirði en þau hýsa nú Fosshótel Austfirði.

Við hvetjum þig til að leggja leið þína á Fáskrúðsfjörð í sumar því sjón er sögu ríkari.