Events

Events

Hálandaleikar á Selfossi

Skosku hálandaleikarnir hafa verið til í gegnum aldirnar og eru eldri en skráðar heimildir eru til um. Sumir segja að hálandahöfðingjar hafi valið lífverði sína og hermenn út frá hversu góðir þeir voru í hálandaleikunum. Til er skráðar heimildir um King Malcolm lll of Scotland á 11 öld um hálandaleika. Þá kepptu ættir (clan) sín á milli og þeir sem unnu gátu stoltir kallað sig Hálandakappa.

Keppnisgreinarnar.

Keppt er í stöðluðum greinum sem í grunninn eru 9 talsins. Ekki er alltaf keppt í öllum greinunum og á Selfossi verður keppt í 6 greinum. Hver keppandi fær 3 tilraunir með hvert áhald og svipar því keppninni til tugþrautar. Allir þátttakendur verða að keppa í Skotapilsi til að heiðra uppruna keppninnar.

 

1.Steinkast með atrennu.

Þetta steinkast svipar til kúluvarps og er kastað steini sem vegur 7,3kg, eða 16 pund eins og karla kúlan.

2.Steinkast án atrennu.

Hér er kastað þyngri steini og einungis án atrennu. Greinin er kennd við hinn fræga Breamar kastala í Skotlandi. Steinninn vegur 12,7kg eða 28 pund. Heimsmetið er í eigu Péturs Guðmundssonar og er 12,47m.

3.Lóðkast á vegalengd.

Kastinu svipar til kringlukasts og í dag er aðallega notast við eina viðurkennda aðferð þar sem kastarinn snýr sér í tvo hringi áður en hann kastar lóðinu. Heimsmetið er í eigu Skotans Gregor Edmunds og er 29,21m eða 95 fet og 10 tommur.

4.Sleggjukast.

Sleggjan er 10 kg eða 22 pund og má ekki vera lengri en 1,27m eða 50 tommur.

Hér er sleggjunni kastað aftur fyrir sig og má ekki snúast með hana eins og í venjulegu sleggjukasti. Sleggjukastarar notast við sérstaka sleggjukastskó þar sem 20 til 30 cm, löngum járnum sem festir eru framan á og undir skóna er stungið í grassvörðinn svo kastarinn geti hallað sér betur aftur og myndað stærri sveiflu með sleggjunni. Heimsmetið á Ástralinn Matt Sandford og er 39, 58m.

5.Staurakast.

Þessi grein er sú frægasta af hálandagreinunum og fellst þrautin í því að staurnum er kippt upp í hendurnar með þunga endann upp í loft og svo er honum flippað yfir svo þungin endinn lendi á jörðinni og á létti endinn að fara upp og yfir hápunkt falla fram fyrir sig. Sjón er sögu ríkari.

6.25 kg lóðkast yfir rá (56 pund).

Hér stendur kastarinn og sveiflar lóðinu á milli fóta sér haldandi með annari hendi í lóðið. Kastarinn sveiflar svo lóðinu yfir höfuð sér og reynir að koma því yfir rá og sá vinnur sem hæst fer. Heimsmetið er í eigu Bandaríkjamannsins Mike Zolkiewicz og er 5,76m eða 18 fet og 11 tommur.