Events

Events

Haustroði

Uppskeruhátíð

Góðir grannar á Austurlandi eru sérstaklega boðnir velkomnir til Seyðisfjarðar þennan árvissa Haustroðadag, sem er skemmtilegur dagur til að eyða með fjölskyldunni. Markaðir verða opnir víða um bæ, Tækniminjasafnið býður gestum og gangandi inn til sín, veitingastaðir eru með Haustroðatilboð og gistiheimili sömuleiðis. Ýmsar óvæntar uppákomur,  dóta-dagur í sundlauginni, keppnir og fleira skemmtilegt fyrir alla fjölskylduna.