Events

Events

Jazzhátíð Reykjavíkur

Jazzhátíð Reykjavíkur hefur verið mikilvægur liður í tónlistarlífi Reykvíkinga allt frá Norrænum Jazzdögum 1990. Samstarf Ríkisútvarpsins og Reykjavíkurborgar um Jazzhátíð Reykjavíkur hélt í nokkur ár en nú er hátíðin rekin með styrk úr Hátíðasjóði Reykjavíkurborgar og Tónlistarsjóði Menntamálaráðuneytisins auk framlaga frá Jazzdeild FÍH og fleirum. Hátíðin fékk strax í upphafi mikinn meðbyr og hefur alla tíð síðan freistað þess að bjóða uppá það besta sem í boði er innann hinna fjölmörgu afkima jazzins auk elektrónískrar tónlistar og heimstónlistar. Íslenskt tónlistarfólk hefur ávallt verið hryggjarstykki Jazzhátíðar Reykjavíkur sem hefur blandað sér í allskonar alþjóðleg samskipti til að koma listafólki landsins á framfæri sem víðast. Útvarpsútsendingar og netútsendingar hafa verið stór liður í starfsemi hátíðarinnar og  verða vonandi áfram. Sú staðreynd að næsta Jazzhátíð Reykjavíkur (14.-20. ágúst 2014) verður sú 25. í röðinni segir meira en mörg orð um þann hljómgrunn sem hátíðin hefur hérlendis og erlendis. Sem fyrr fer hátíðin fram víða um Reykjavík og tónleikastaðir verða af ýmsum stærðum og gerðum og spanna allt frá heimavelli einstakra þátttakenda og uppí stærstu salarkynni Hörpu. Hátíðarpassi verður til sölu á vefsíðu hátíðarinnar en dagskrá hátíðarinnar verður kynnt í apríl 2014.


Finna miða