Events

Events

Landsmót Fornbílaklúbbs Íslands

Hið árlega landsmót Fornbílaklúbbsins verður haldið á Selfossi helgina 20. – 22. júní og er þetta í ellefta sinn sem mótið er haldið á Gesthús-tjaldsvæði. Í fyrra voru 220 bílar sýndir og 80 bílar sem tóku þátti í akstrinum um Selfoss. Helstu liðir verða á sínum stað, þar á meðal hópakstur austur föstudaginn 20. júní og keyrsla um Selfoss (kl. 20.30) sem endar með mótssetningu. Laugardagurinn 21. júní verður helgaður sýningu bíla milli kl. 13 og 18, meðal dagskráliða er kynningar á bílum, skottmarkaður varahluta, vöfflusala, keppni fjarstýrðra bíla o.fl. Allir eru velkomnir og frítt er inn á svæðið. Á sunnudeginum verður væntanlega bílaleikir og fl. fyrir félaga en ekki skipulögð sýning. Mótinu líkur síðan um kl. 17. Allir aldurshópar ættu að finna eitthvað sem hentar þeim um þessa helgi, en áherslan er lögð á að hafa hana fjölskylduvæna. Tjaldsvæðið verður allt frátekið fyrir félaga Fornbílaklúbbsins. Mótið er haldið í samvinnu við Árborg.