Events

Events

Listahátíð í Reykjavík

Listahátíð í Reykjavík er árleg hátíð allra lista með sérstaka áherslu á nýsköpun. Hún fer fram á tveggja vikna tímabili í maí og júní, í leikhúsum, söfnum og tónlistarhúsum en einnig undir beru lofti og í óhefðbundnum rýmum víðs vegar um borgina og utan hennar.

Hátíðin hefur verið leiðandi í íslensku menningarlífi allt frá því að hún var fyrst haldin sumarið 1970 og hefur stuðlað að síaukinni listrænni fjölbreytni og þátttöku áhorfenda. Mikill fjöldi íslenskra og alþjóðlegra listamanna hafa sýnt eða flutt verk sín á vettvangi hennar .

Dagskrá 28. Listahátíðar í Reykjavík 2014 verður kynnt í mars á www.listahatid.is, þar sem einnig er hægt að nálgast miða á alla viðburði.