Events

Events

Mærudagar

  • Mærudagar

Mærudagar eru haldnir ár hvert síðustu helgina fyrir Verslunarmannahelgi. Hátíðin er húsvísk menningar- og fjölskylduhátíð með aragrúa áhugaverðra viðburða. Meðal viðburða sem hafa fest sig í sessi eru hrútasýning, tívolí, hafnarmarkaður Völsungs, íþróttaviðburðir hverskyns að ógleymdum fjölda tónlistaratriða sem eru bæði á hátíðarsviði við höfnina og vítt og breitt um bæinn. Áhersla er lögð á að allir í fjölskyldunni geti fundið eitthvað við sitt hæfi á Mærudögum.

Fjöldi manns hefur sótt hátíðina heim undanfarin ár og er fyrir þá sem hafa hana sótt er hún orðin að ómissandi viðburði í sumrinu. Þá hafa brottfluttir Húsvíkingar og aðrir sem eiga rætur hingað sótt hátíðina í miklum mæli. Frekari upplýsingar um dagskrá er að finna á heimasíðunni www.visithusavik.is.