Events

Events

Reykjavík Backon Festival

Beikon er umhyggja – beikon er menning.

Það verður ósvikin beikonstemming á Skólavörðustígnum laugardaginn 16. ágúst þegar Reykjavík Bacon Festival,  matarhátíð alþýðunnar, verður haldin.  Hátíðin er árlegur viðburður og hefur vaxið jafnt og þétt frá því hún var fyrst haldin árið 2011. Á síðasta ári voru hátíðargestir um 30.000 manns.  Reykjavík Bacon Festival er systurhátíð Blue Ribbon Bacon Festival, stærstu beikonhátíðar í heimi, sem haldin er í Des Moines í Iowa (http://blueribbonbaconfestival.com). Allir landsmenn eru hjartanlega velkomnnir og þeim sem þykir gott að gæða sér á beikoni eru sérstaklega hvattir til að koma, því boðið verður upp á úrvalsbeikon í tonnavís sem grillað verður ofan í mannskapinn og svaladrykki til að slökkva þorstann. Skólavörðustígurinn verður þakinn veitingabásum og -tjöldum nærliggjandi veitingastaða sem bjóða upp á beikoninnblásna rétti.  Boðið verður upp á fjölbreytt skemmtiatriði og lifandi tónlist á hátíðarsviðum. Fróðleiksfúsir geta uppfræðst á beikonfyrirlestrum og miðasölubásum verður dreift um Skólavörðustíginn. Salerni fyrir hátíðargesti og leiktæki fyrir börnin verða staðsett í hliðargötum og einnig gefst fólki kostur á að kaupa boli og annan varning í sölubás. Hátíðin er tilvalin skemmtun fyrir fjölskylduna og aðra sem vilja umvefjast beikoni í sannkallaðri karnivalstemmingu á Skólavörðustígnum.

Allur ágóði af hátíðinni rennur til góðgerðarmála og menningarstyrkur Reykjavík Bacon Festival verður veittur í fyrsta skipti nú í ár.