Events

Events

Sandgerðisdagar

Verið velkomin á Sandgerðisdaga. Lögð er áhersla á fjölskylduna í þessum hátíðarhöldum, að fjölskyldur í bænum komi saman og bjóði til sín ættingjum og vinum víðsvegar að. Við leggjum áherslu á samstöðu og samstarf allra bæjarbúa, jafnt einstaklinga sem fyrirtækja. Brottfluttir sandgerðingar og aðrir gestir koma í heimsókn. Hið árlega Norðurbær- Suðurbær knattspyrnumót Ksf. Reynis verður haldið. Dagskrá alla vikuna sem nær hámarki með fjölskylduskemmtun allan laugardaginn fram á kvöld. Setning fer fram með hátíðardagskrá. Hin vinsæla Lodduganga, sápubolti, hverfaganga, gönguferðir, leiktæki, upplestrar, sagnakvöld og margt fleira. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla aldurshópa. Frábær aðstaða á tjaldsvæði og sundlaug í sérflokki.