Events

Events

Skógardagurinn mikli

Fjölskylduhátíð í Hallormsstaðaskógi haldin í 10.skipti laugardaginn 21. júní. Á dagskrá verða fastir liðir eins og og 14 og 4 km skógarhlaup á mjúkum stígum í frábæru umhverfi skógarins og Íslandsmeistaramót í skógarhöggi. Listafólk stígur á stokk og hátíðargestir geta farið í gönguferðir um skóginn og kynnt sér skógrækt og mikilvægi grænnar náttúru. Starfsemi Skógræktar ríkisins verður kynnt og boðið upp á heilgrillað naut, lummur og skógarkaffi. Ýmsar þrautir verða settar upp fyrir börn og allir fá að njóta skjólsins í skóginum. Hátíðin er orðin fastur liður í lífi íbúa Austurlands. Á föstudagskvöldið er boðið upp á lambagrill og innermúsik.