Events

Events

Tónlistarhátíðin Við Djúpið

Við Djúpið er án efa ein eftirtektarverðasta tónlistarhátíð landsins og hefur frá upphafi skapað sér sérstöðu með framúrskarandi námskeiðahaldi og framsækinni tónleikadagskrá. Aðalkennarar koma jafnan fram á tónleikum – einir eða með öðrum en oftar en ekki skapast tækifæri sem leiða fólk saman í fyrsta skipti. Einn helsti styrkleiki hátíðarinnar er einmitt nándin sem skapast milli þátttakenda, kennara og gesta hennar þar sem Ísafjörður myndar einstaka umgjörð. Nemendur njóta aðstöðu til æfinga sem er eins og best verður á kosið og fá tækifæri til þess að koma sjálfir fram á tónleikum.

 

 


Finna miða