From the blog

From the blog

Bryan Adams & UB40 með tónleika í Hörpu

HARPA 640x400

Bryan Adams mun koma hingað í annað sinn til tónleikahalds þann 9. ágúst næstkomandi. Kappinn er á tónleikaferðalagi sem ber heitið Bare Bones þar sem hann kemur fram einn síns liðs ásamt píanóleikara. Tónleikarnir þykja ansi einlagir fyrir það leiti að Bryan er í góðu sambandi við áhorfendur, spjallar, segir sögur og tekur óskalög.

Í janúar 2014 tilkynntu meðlimir hljómsveitarinnar UB40 að þeir myndu koma saman á árinu til að taka upp nýja plötu og hefja tónleikaferð um heiminn með upprunalegri skipan hljómsveitarinnar. Þessi tíðindi eru mikið fagnaðarefni fyrir aðdáendur hljómsveitarinnar sem var ein sú vinsælasta í heimi á níunda áratugnum og í upphafi þess tíunda. UB40 mun heiðra Íslendinga með nærveru sinni þann 19. september.

Báðir tónleikarnir fara fram í Eldborgarsal Hörpu og hefjast miðasölur í miði.is og harpa.is fimmtudaginn 3. júlí.

 

UB40