From the blog

From the blog

Dagskrá Mærudaga á Húsavík

Husavik by Gaukur Hjartarson (21)

Mærudagar á Húsavík verða haldnir dagana 24.júlí til 27.júlí en aðstandendur hátíðinnar hafa birt dagskrá Mærudaga og óhætt er að segja að nóg sé um að vera. Mikil eftirvænting er á meðal Húsvíkinga og fólk er í fullum gangi að undirbúa herlegheitin.

 

Eftirfarandi texti er tekið af vef hátíðinnar.

“Mærudagar eru haldnir ár hvert síðustu helgina fyrir Verslunarmannahelgi. Hátíðin er húsvísk menningar- og fjölskylduhátíð með aragrúa áhugaverðra viðburða. Meðal viðburða sem hafa fest sig í sessi eru hrútasýning, tívolí, hafnarmarkaður Völsungs, íþróttaviðburðir hverskynd að ógleymdum fjölda tónlistaratriða sem eru bæði á hátíðarsviði og vítt og breitt um Hafnarstétt.

Fjöldi manns hefur sótt hátíðina heim undanfarin ár og er hún orðin ómissandi viðburður í sumrinu. Þá hafa brottfluttir Húsvíkingar og aðrir sem eiga rætur hingað sótt hátíðina í miklum mæli.”

maerudagskra2014